Hólanemar stóðu sig best
feykir.is
Skagafjörður
15.09.2009
kl. 11.29
Samtök ferðaþjónustunnar buðu 40 háskólanemum að taka þátt í námskeiðinu FLF-Future Leaders Forum, föstudaginn 11.september síðastliðinn. Nemendur fengu undirbúningsverkefni fyrir ráðstefnuna og jafnframt fengu þeir tækifæri til að leggja lokahönd á undirbúning verkefnisins sem þeir síðan kynntu í lok dags.
Þótti kynning nema frá Háskólanum á Hólum bera af en fulltrúi þeirra hlaut verðlaun til þess að taka þátt í alþjóðlegri FLF ráðstefnu sem haldin verður í Frankfurt í maí á næsta ári.
Sjá nánar á heimasíðu Hóla >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.