Hlýnar á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
10.12.2009
kl. 08.22
Það er fátt sem minnir á að aðfangadagur jóla renni upp eftir aðeins tvær vikur þegar rýnt er í veðurkortin en spáin gerir ráð fyrir sunnan 3-8 m/s og að það létti til.
Suðaustan 5-10 og fer að rigna í nótt, en heldur hvassari á morgun. Hiti 1 til 6 stig, en hlýnar á morgun.
Í Skagafirði eru vegir auðir en víða í Húnavatnssýslum er hálka og hálkublettir á vegum og því um að gera að fara að öllu með gát.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.