Hlutafé í UB koltrefjum ehf aukið um 10 milljónir
feykir.is
Skagafjörður
09.07.2009
kl. 15.15
Á stjórnarfundi UB koltrefja ehf 16. júní 2009 samþykkti stjórn félagsins að auka hlutafé félagsins um 10 millj. kr. að nafnverði. Sveitarfélagið Skagafjörður er skráð fyrir 5 milljón króna hlut af 25 milljónum króna núverandi hlutafjár.
Forkaupsréttur sveitarfélagsins er því 2 milljónir króna og samþykkti byggðarráð á fundi í síðustu viku að nýta sér forkaupsréttinn og auka hlutafé sveitarfélagsins í UB koltrefjum.
Á fundi byggðarráðs í síðustu viku fór Snorri Styrkársson, formaður atvinnumálanefndar og fulltrúi sveitarfélagsins í UB Koltrefjum ehf., yfir starfsemi UB koltrefja og lagði fram minnisblað um stöðu félagsins og helstu verkefni.
/sk.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.