Hjartastuðtæki til björgunarveita

Stefán Valur Jonsson, Valdimar Pétursson, Björgvin Jónsson, Jón Einar Kjartansson og Þorsteinn Axelsson

Á dögunum afhenti ungur björgunarsveitarmaður Björgvin Jónsson, björgunarsveitunum á Hofsósi og Sauðárkróki að gjöf hjartastuðtæki sem hann hafði safnað fyrir með framlögum fyrirtækja og einstaklinga.

 
Hugmyndin að söfnuninni sagði Björgvin vera sú að á einum rýnifundi, sem sveitirnar halda reglulega, spratt upp umræða um nauðsyn þess fyrir björgunarsveitir að eiga slík tæki. –Við förum oft í útköll þar sem er torsótt að komast og spurning hvenær við komum að slysi þar sem þörf er á tækinu.
Björgvin fór á stúfana í forsvari björgunarsveitanna tveggja, leitaði til fyrirtækja og einstaklinga og viðbrögðin voru mjög góðar. Stuðtækin eru létt og fyirferðarlítil, talar við og leiðbeinir notandanum á íslensku þannig að allir geta notað þau.
Forsvarsmenn björgunarsveitanna sem tóku við tækjunum úr hendi Björgvins þökkuðu honum kærlega fyrir og vildu að það kæmi skýrt fram að þetta hafi verið algerlega sjálfstætt framtak Björgvins. Nú er svo komið að stuðtæki eru komin í alla útkallsbíla í firðinum en fyrir eru slík tæki í lögreglu-, sjúkra- og slökkvibílum auk björgunarsveitarinnar í Varmahlíð.
Björgvin vildi koma þakklæti til þeirra sem styrktu hann en þeir eru eftirfarandi:
Kaupfélag Skagfirðinga.
Fisk Seafood.
Vörumiðlun.
Dögun.
Sjóvá.
Málverk 550.
Jón Árni.
Norðurtak.
Króksverk.
Útgerðarfélag Þytur.
Tengill.
Vís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir