Hittast yfir kaffibolla og ræða um heima og geima
Brottfluttir Skagfirðingar hafa haldið úti kaffiklúbbi sunnan heiða í ein fimmtán ár og kalla hann því virðulega nafni Skín við sólu Skagafjörður. Hittast þeir í hverri viku yfir vetrarmánuðina milli klukkan 10 og 12.
Sigfús Jónsson einn af driffjöðrum klúbbsins sagði í samtali við blaðamann að enginn sérstakur formaður væri í klúbbnum en hann og Lóli (Sigurður Antonsson) væru að reyna að halda þessu saman. –Við komum saman á nokkrum stöðum hér fyrir sunnan, þá aðallega í Reykjavík, Hafnarfirði og í Keflavík en þar búa margir Skagfirðingar, segir Sigfús og bætir við að spjallað sé um heima og geima yfir kaffibollum. –Það er alltaf að aukast að yngra fólkið komi og hitti okkur, sem betur fer og það eru allir velkomnir. Við óskum öllum Skagfirðingum gleðilegs nýs árs, vonum að sjá ykkur sem flest á nýju ári mæta í klúbbinn, segir Sigfús og segist endilega vilja koma dagskránni á framfæri við lesendur sem við gerum með ánægju og látum fljóta með vísu Kristjáns Runólfssonar sem birt er í dreifibréfi klúbbsins.
Blaðið tjáir stund og stað
stefnt er á kæti og gaman.
Bætir ávallt blóðið að
blanda geði saman
Dagskrá 2010
2. jan Kaffi Tár, Reykjanesbær
9. jan Café Aroma Hafnarfirði
16. jan Perlan Reykjavík
23. jan Hótel Saga Reykjavík
30. jan Kaffi Tár, Reykjanesbær
6. feb Café Aroma Hafnarfirði
13. feb Perlan Reykjavík
20. feb Hótel Saga Reykjavík
27. feb Kaffi Tár, Reykjanesbær
6. mars Café Aroma Hafnarfirði
13. mars Perlan Reykjavík
20. mars Hótel Saga Reykjavík
27. mars Kaffi Tár, Reykjanesbær
10. apríl Café Aroma Hafnarfirði
17. apríl Iðavellir Hveragerði
24. apríl Flös Garði
2. maí Ljósheimar Skagafirði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.