Hinn beitti hnífur niðurskurðar kominn á loft
feykir.is
Skagafjörður
11.02.2010
kl. 11.52
Beinar uppsagnir hafa verið til þriggja starfsmanna í 2,1 stöðugildi við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki og koma þessar uppsagnir í beinu framhaldi af 10,8 % niðurskurði við stofnunina. Þá hafa skammtímaráðningar sem runnið hafa út ekki verið endurnýjaðar.
Gert er ráð fyrir að stöðugildum fækki um 7 - 10 á árinu auk þess sem ekki verður ráðið í störf lausráðinna sem láta af störfum.
Nú þegar hefur geðlækni við stofnunina verið sagt upp störfum svo og er stefnt að því að loka fæðingardeildinni þann 1. apríl. Þá mun ekki lengur verða starfandi hjúkrunarfræðingur á Hofsósi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.