Hinar rómuðu Húsfreyjur á Vatnsnesi halda kaffihlaðborð
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
29.07.2009
kl. 08.25
Húsfreyjurnar á Vatnsnesi eru heldur betur ekki af baki brotnar en um helgina ætla stúlkurnar að bjóða gestum og gangandi upp á sinn rómaða kaffihlaðborð í Hamarsbúð á Vatnsnesi.
Í boði verða rjómapönnukökur og margskonar góðgæti. Svæðið á Vatnsnesi og í kringum Hamarsbúð er rómað fyrir fegurð sína og er því um að gera að skella sér í bíltúr um helgina og kíkja á kaffihlaðborð kvennanna.
Þá verður á sama tíma verður málverkasýning Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli, í tilefni þess að hún hefði orðið 85 ára á þessu ári.
Opið verður frá kl. 14 – 18 laugardag 1. ágúst og sunnudag 2. ágúst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.