Himneskar uppskriftir

Þau Ása og Pálmi í Garðakoti í Viðvíkursveit voru matgæðingar Feykis árið 2008 og buðu upp á himneskar uppskriftir. Himneskt hrossakjöt, himneskt úr hafi og sjálfsagt er rabarbaraeplapæið og  ávaxtakakan í þeim flokki líka.

Himneskt hrossakjöt

Vöðvi af fullorðnu hrossi  skorinn í ca. 1 ½  til 2 cm þykkar sneiðar. Strá  Season all,   McCormick Montreal steak (alveg nauðsynlegt) og jafnvel smá piparmixi beggja megin á hvern bita. Steikt við góðan hita í smá stund í ca. 1 til 1 ½  mín á hvorri hlið.  Borið fram með kartöflum, piparsósu, fersku salati og jafnvel hrísgrjónum.

  •             Piparsósa:
  •             1 msk.  piparmix
  •             1 msk.  Season all
  •             1½ - 2 msk. gott nautakrydd
  •                t.d. Okseboullon
  •             Smá smjörlíki

 

Allt hitað saman og hrært í, bæta 9 dl. vatn út í. Gott að setja 1 dl. vatn á pönnuna og sjóða upp og setja út í sósuna. Einnig safann sem kemur af kjötinu eftir steikinguna. Þykkja sósuna með sósujafnara eða hrista saman hveiti og vatn.

Himneskt úr hafi

  •             500gr.  rækjur
  •             500gr.  hörpuskel
  •             ½ til 1 rauð paprika
  •             1 púrrulaukur saxaður
  •             1 hvítlauksrif saxað
  •             ½ til 1 tsk. karrí
  •             2 msk. olía
  •             Hvítvín eða salatdressing
  •             (bara lítið)

Allt sett saman í skál og borið fram með sósu og ristuðu brauði.

            Sósan:

  •             1 dl.     sýrður rjómi
  •             1 dl.     majones
  •             3-4 msk.  Mango chutne

 

Frosin ávaxtakaka 

  • 200gr.  makkarónukökur
  • 2  epli
  • 1  appelsína eða 2-3 mandarínur
  • ½ dós  ananasbitar
  • 1 bolli  rúsínur
  • 1 bolli  saxað súkkulaði         
  • 1 bolli  hnetur (má sleppa)     
  • 2-3 kíví til skrauts                                         

Setjið makkarónukökurnar á fat eða í skál með smá kanti. Flysjið eplin og appelsínurnar og skerið í bita. Blandið ananasbitunum saman við og dreifið ávöxtunum yfir makkarónukökurnar. Blandið saman súkkulaði, hnetum og rúsínum og setjið ofan á ávextina. Hellið svo ananassafa yfir allt saman og frystið.  Gott er að taka kökuna úr frosti ca. 4 tímum áður en hún er borin fram. Skreytið með kíví eins og hugmyndaflugið leyfir og berið fram með rjóma.

Rabarbaraeplapæ 

  • 2 egg
  • 1stórt grænt epli   (Brytjað smátt eða rifið á grófu rifjárni) 
  • 2 ½ dl. sykur
  • 500gr.  rabarbari  (skorinn niður í litla bita)  
  • ½ dl.  hveiti                                                  

 

Fylling:

  • 2 dl.  hveiti
  • 50 gr. smjör eða smjörvi  (mjúkt)                  
  • 1 ½ dl.  púðursykur   

                                  

Hitið ofninn í 200°C. Notið eldfast mót og smyrjið það með smjörlíki. Best er að taka rabarbarann úr frysti kvöldið áður og láta hann þiðna í skál eða djúpum diski. Allt hráefnið sem á að vera í botninum, þ.e. egg, epli, sykur, rabarbari og hveiti er sett saman í skál og hrært saman. Blöndunni hellt í eldfast mót.

Hveiti, smjöri og púðursykri er blandað saman og degið síðan mulið yfir blönduna í eldfasta mótinu. Réttinn á að baka í miðjum ofni í 45 mín.  Gott er að bera fram með vanilluís eða þeyttum rjóma.

Verði ykkur að góðu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir