Hilmar Rafn fékk að spreyta sig í lokaleik Venezia

Hilmar Rafn í búningi Fjölnis sumarið 2021.
Hilmar Rafn í búningi Fjölnis sumarið 2021.

Mbl.is segir frá því að Hilm­ir Rafn Mika­els­son, 18 ára guttinn frá Hvammstanga, hafi í gærkvöldi fengið tæki­færi með liði Venezia í lokaum­ferð ít­ölsku A-deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu. Feykir sagði frá því í ágúst síðastliðnum að Hilm­ir Rafn hafi gengið til liðs við Venezia frá Fjölni í Grafar­vogi eft­ir að hafa spilað með Fjölni í Lengjudeildinni sumarið 2021.

Venezia mætti Cagli­ari í síðustu um­ferð deild­ar­inn­ar í gær en Venezia, sem var nýliði í deild­inni í vet­ur, var í neðsta sæt­inu og þeg­­ar fallið niður í B-deild­ina á ný. Hilm­ir kom inn á sem varamaður á 74. mín­útu leiks­ins og náði því þeim merka áfanga að leika í efstu deild á Ítalíu.

Leik­ur­inn endaði 0:0 og Venezia hafnaði þar með í neðsta sæti með 27 stig og féll ásamt Genoa með 28 stig og Cagli­ari með 30 stig.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir