Hestar og menn á Hótel Varmahlíð
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
05.06.2010
kl. 11.20
Söguseturs íslenska hestsins og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga munu opna ljósmyndasýninguna Hestar og menn á Hótel Varmahlíð, sunnudaginn 6. júní nk., kl. 16.00.
Á sýningunni er myndefnið fjölbreytt og spannar liðlega hundrað ár í sögu hestsins. Á boðstólum verða léttar veitingar og allir velkomnir
Sýningin verður uppi í allt sumar og tilvalið fyrir gesti sem eiga leið um Skagafjörð að líta við á hótelinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.