Helstu reiðleiðir á aðalskipulagið
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
27.01.2010
kl. 08.37
Á skipulagsuppdrætti aðalskipulags Húnavatnshrepps verða aðeins sýndar helstu reiðleiðir samkvæmt því sem fram kom á síðasta fundi hreppsnefndar Húnavatnshrepps.
Haukur Suska Garðarson og Pétur Jónsson, sem unnið hafa við kortlagningu reiðleiða í Austur-Hún. munu í samráði við skipulagsráðgjafa setja inn þær leiðir sem sýndar verða á skipulagsuppdrætti. Sá möguleiki var einnig ræddur að birta þemakort með skipulaginu þar sem sýndar eru reiðleiðir í Húnavatnsheppi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.