Helsingjar í árlegri vorheimsókn í Skagafirði

Helsingjar koma nú við á Skagfirskum túnum á ferð sinni um heiminn en Kári Gunnarsson náði skemmtilegum myndum af þeim í vikunni og sendi Feyki.

Myndirnar eru teknar í Hofstaðaseli í Viðvíkurhreppi hinum forna.

Á Fuglavefnum segir:

Helsinginn er önnur tveggja ,,svartra" gæsa sem fara um landið, er á stærð við heiðagæs og blesgæs. Flýgur sjaldnar í oddaflugi en aðrar gæsir sem hér fara um en er oft í óskipulegum, þéttum hópum eða löngum röðum.

 Er stærri en margæs og með hægari vængjatök.

 Fæða: Gras, korn og ýmsar jurtir

 Lengd:        58 - 70 cm 

Þyngd:        2000 g

Vænghaf:   132  -  145 cm

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir