Helgi Rafn fer á kostum - kallaður skiltaskelfir eftir helgina
Helgi Rafn Viggósson leikmaður Tindastóls í körfubolta fór á kostum á Flugfélagsmóti KFÍ sem haldið var á Ísafirði um helgina. Helgi kastaði sér ítrekað út í skiltin og endaði á því að brjóta undirstöður eins þeirra. Gekk svo mikið á að þulur á leiknum gerði hlé á lýsingu til að garga inn á völlin og skipa Helga Rafni að láta dótið sitt í friði.
Þá kom upp óborganlegt atriði er Axel Kárason datt í gólfið eftir varnarfrákast og var Helga orðið svo heitt í hamsi að hann kallaði ekki einu sinni á Axel til þess að hvetja hann áfram og ekki tvisvar heldur sex sinnum. þegar ekkert gekk, enda sá Axel aldrei boltann eftir að hann missti hann gerði Helgi sér lítið fyrir og kastaði sér í þvöguna og náði boltanum sjálfur. Atriðið náðist á myndband og má sjá hér
Það er ljóst að Helgi er í miklu stuði og á örugglega eftir að skelfa skiltaeigendur í íþróttahúsum um allt land í vetur.
http://www.youtube.com/watch?v=XJPS9FHrqjI
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.