Heitavatnslaust í gamla bæ Sauðárkróks

 
 

Heitavatnslaust verður á Sauðárkróki eitthvað fram eftir degi í gamla bænum norðan við Hegrabraut. bilun kom upp við Mjólkursamlagið og þarf að skrúfa fyrir vatnið meðan gert er við.

Aðspurður sagði Gunnar Björn verkstjóri að bilanir gerðu ekki boð á undan sér en lagnir væru gamlar og þreyttar við samlagið. Ekki er vitað hversu langan tíma tekur að gera við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir