Heimskustu þjófar síðari tíma
Sögur af heimskum þjófum hafa ósjaldan glatt fólk, enda oftast um klaufalegar aðferðir eða skemmtileg heimskupör þeirra sem verður til þess að upp um þá kemst.
Á Pressan.is er sagt frá tveimur kumpánum sem líklega fara í sögubækurna en þeir ætluðu í skjóli nætur að brjótast inn og til að dulbúast ákváðu að mála á sig grímur. Þeir notuðu hins vegar tússpenna í stað hefðbundinna gríma og urðu þannig auðþekkjanlegir.
Félagarnir Matthew McNelly og Joey Miller höfðu í hyggju innbrot í Iowa en óttuðust að þekkjast svo einhvers konar dulargervi var ofarlega á listanum hjá þeim. Þeir týndu til svartar buxur og svartar hettupeysur en þá var andlitið eftir. Þeim datt því það snjallræði í hug að fá sér grímur. En í stað þess að búa þær til eða kaupa ákváðu þeir félagar að mála þær bara á sig.
Þeir gripu því til svartra tússpenna og máluðu á sig skegg og grímur. Að því loknu lögðu þeir af stað í innbrotsleiðangurinn.
Þeir sáust hins vegar brjótast inn í eina íbúðina og gat sjónarvotturinn gefið lýsingu á tveimur svartklæddum mönnum í hvítum bíl með grímur. Þegar lögregla sá svo hvítan bíl sem samsvaraði lýsingunni og stöðvaði hann sátu þar tveir svartklæddir menn...almálaðir í framan og náðu ekki að þvo tússinn úr andlitum sínum. Tússpennanir sem þeir höfðu notað voru þess eðlis að ekki er hægt að þvo litinn af.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.