Heimildarmynd um sumardaginn fyrsta á Hvammstanga

Í 53 ár hafa Hvammstangabúar haldið upp á sumardaginn fyrsta með einstæðum hætti þar sem Sumardísin tekur við veldissprota úr hendi Veturs konungs. Hvergi á Íslandi hafa sumar og vetur verið persónugerðir með slíkum hætti og nú stendur til að gera heimildarmynd um þessa skemmtilegu hefð með styrk frá Menningarráði SSNV.

Nú er leitað að sögum frá sumardeginum fyrsta á Hvammstanga, skrúðgöngunni og öllu sem tilheyrir deginum frá árinu 1957 en einnig er leitað að gömlum myndum af Sumardísinni, Vetri konungi og börnunum sem þeim fylgja. Þeir sem telja sig eiga eitthvað í sínum fórum og vilja leggja málefninu lið eru vinsamlega beðnir að hafa samband við:

Ingibjörgu Pálsdóttur í síma 451 2456/853 9866 eða á netfangið:  lillapals@simnet eða  
Sigríði Tryggvadóttur í síma 451 4088/451 2607 eða á netfangið:  bokasafn@hunathing.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir