Heimasíða Þuríðar Hörpu komin í loftið

Heimasíða Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur, www.oskasteinn.com, er nú komin í loftið en á síðunnu má fylgjast með undirbúningi og ferðalagi Þuríðar Hörpu í stofnfrumumeðferð til Indlands nú síðar á árinu.
Á síðunni segir; -Ég á mér ósk. -Bráðum legg ég upp í ferðalag, ferðalag sem varðað er vonum og óskum. Ég óska þess að ég fái aftur kraft í neðri helming líkamans. Ég óska þess að ég geti einhverntíman aftur náð í kaffibolla upp í skáp, að það að ná í ostinn í ísskápinn verði aftur einfalt, að finna að ég þurfi á salernið og geta notað það eins og áður, að geta gengið úti í góða veðrinu á sumri eða vetri....

Á síðunni er einnig hægt að styrkja Þuríði til fararinnar en ferðalögin og meðferðin í heild sinni er álitin kosta á milli 20 - 30 milljónir íslenskra króna.

Heimasíðuna má finna hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir