Heilsugæslan fær veggteppi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
14.08.2009
kl. 13.00
Ellefu bútasaumskonur á Skagaströnd og Blönduósi afhentu heilsugæslunni á Skagaströnd veggteppi. Þessar konur hafa í um sex til sjö ár hist og unnið að bútasaumi og meðal annars gefið veggteppi á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi og leikskólann.
Við hátíðlega athöfn á fimmtudaginn var veggteppið afhent Heilsugæslunni og því fundið veglegur staður. Listamennirnir hafa saumað inn í teppið tilvísanir til umhverfisins. Í miðjunni er Árnes, elsta húsið á Skagaströnd og ísbjarnarhúnarnir eru vísun til nafns sýslunnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.