Heilbrigðisstofnanir undir Akureyri og Akranes?

í fjárlagafrumvarpi meirihluta fjárlaganefndar segir að  heilbrigðisráðuneytinu sé unnið að endurskipulagningu heilbrigðisstofnana, og stefnt sé að því að ein heilbrigðisstofnun verði í hverju heilbrigðisumdæmi á landsbyggðinni. Þetta þýðir að Sauðárkrókur og Blönduós færast undir fjóðungssjúkrahúsið á Akureyri og Hvammstangi undir Akranes.

Jón Bjarnason, alþingismaður vinstri grænum, hefur lýst sig mótfallinn þessari hugmynd. Hugmyndin hefur ekki verið kynnt heimafólki heldur lásu starfsmenn stofnanna um þetta á netinu.
Í frumvarpinu segir að markmið þessarar endurskipurlagningu sé að standa vörð um grunnþjónustu heilsugæslunnar og bráðaþjónustu sjúkrahúsa.

Upphaflega stóð til að sameina heilbrigðisstofnanirnar á Blönduósi og Sauðárkróki undir nafninu Heilbriðgisstofnunin Blöndósi - Sauðárkróki en þeirri sameiningu var frestað á síðustu metrum þeirrar vinnu um hálft ár. Samkvæmt heimildum Feykis átti einungis eftir að senda út auglýsingu eftir nýjum forstöðumanni er bankakreppan skall á og allt breyttist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir