Heiða þriðja í Hríseyjarsundinu
Keppt var í Hríseyjjarsundinu í fyrsta sinn í gær í tilefni af Hríseyjarhátíð 2009. Meðal keppenda var sjósundkappinn Benedikt Hjartarson sem synti bæði Ermasund og Drangeyjarsund síðasta sumar og Heiða B Jóhannsdóttir sunddrottning frá Sauðárkróki.
Sex keppendur, þrír karlar og þrjár konur syntu frá Árskógströnd og út í Hrísey en vegalengdin 1,8 sjómílur sem mun vera um 3,3 km. Heiða B Jóhannsdóttir frá Sauðárkróki kom þriðja í mark eftir harða baráttu um annað sætið en á endasprettinum frá fjörunni og að sundlauginni þar sem keppnin endaði truflaði sjóriðan hana og hún varð að gefa eftir. Heiða kom í mark á 1.13.43 þremur mínútum eftir sigurvegaranum. Það þótti sérstakt að Heiða synti baksund allan tímann. Í fjórða sæti lenti Benedikt Hjartarson sjósundkappi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.