Haustfundur Heimilisiðnaðarsafnsins

Heimilisiðnaðarsafnið. MYND AÐSEND
Heimilisiðnaðarsafnið. MYND AÐSEND

Hinn árlegi haustfyrirlestur Heimilisiðnaðarsafnsins verður haldinn laugardaginn 26. október nk. kl. 14:00 og að þessu sinni er það Jón Torfason, sagnfræðingur sem mun flytja fyrirlestur um fatnað íslensks almúgafólks á 18. og 19. öld.

Að fyrirlestrinum loknum gefst viðstöddum tækifæri að eiga samtal við Jón um þetta áhugaverða efni og fleira.

Aðgangur er ókeypis og kaffi að hætti safnsins.

Þess má geta að Jón hefur skrifað fjölmarga þætti um líf og lífskjör fólks á bæjum í sveitinni sinni – Torfalækjarhreppi „hinum forna“ og birt á vef Húnahornsins www.huni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir