Haustfundur félags eldri borgara í Húnaþingi vestra
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf, Fréttir
23.10.2023
kl. 13.05
Haustfundur félags eldri borgara í Húnaþingi vestra verður haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga miðvikudaginn 25. okt. og hefst hann klukkan 14:00. Allir félagar eru hvattir til þess að mæta og koma sínum skoðunum á framfæri.
Dagskrá:
- Stutt samantekt um starf félagsins frá aðalfundi
- Starfið framundan
- Skýrsla ferðanefndar
- Kosning ferðanefndar
- Umræður um húsnæðismál eldri borgara í Húnaþingi vestra. Tveir stjórnarmenn, Björn Sigurvaldason og Elísabet Bjarnadóttir reifa sínar skoðanir í stuttu máli og gestur fundarins Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri fer yfir hvaða möguleikar eru hugsanlegir þegar rætt er um uppbyggingu húsnæðis fyrir eldri borgara.
- Kaffi og meðlæti
Nýir félagar 60 ára og eldri ætíð velkomnir að bætast í hópinn.
Stjórn Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.