Hamfarapoppi fylgt eftir með útgáfutónleikum í byrjun apríl

Arnar Freyr og Helgi Sæmundur. Þeir gáfu ekki bara út plötu fyrir jól því þeir tóku meðal annars þátt í spurningaþættinum Kviss á Stöð2 þar sem þeir lutu fagmannlega í parket, fyrir hönd Skagafjarðar, í viðureign sinni við Helga Bjöss og Siggu Beinteins. SKJÁMYND
Arnar Freyr og Helgi Sæmundur. Þeir gáfu ekki bara út plötu fyrir jól því þeir tóku meðal annars þátt í spurningaþættinum Kviss á Stöð2 þar sem þeir lutu fagmannlega í parket, fyrir hönd Skagafjarðar, í viðureign sinni við Helga Bjöss og Siggu Beinteins. SKJÁMYND

Í lok árs 2023 gaf hljómsveitin Úlfur Úlfur, sem Króksararnir Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson skipa, út sína fjórðu plötu, Hamfarapopp. Nú styttist í að piltarnir fagni útgáfunni með útgáfutónleikum en þeir verða föstudaginn 5. apríl í Gamla Bíó í Reykjavík og er lofað mikilli hátíð.

Miðasala er hafin og í kynningu á Tix.is segir að Úlfarnir séu þekktir fyrir öfluga sviðsframkomu og þetta kvöld verður allt lagt undir. Þeim til halds og traust verður lifandi band og fjöldi gesta sem þeir unnu plötuna meðmunu koma fram með Arnari og Helga.

Upphitun verður í höndum Saint Pete, akureyska rapparans sem margir heyrðu fyrst í á Hamfarapopp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir