Halldór í stað Rakelar

 Halldór Sigfússon,sjálfstæðisflokk, hefir verið kjörinn varamaður í Byggðarráð Húnaþings vestra út kjörtímabilið í stað Rakelar Runólfsdóttur sem nú fer í barneignarleyfi.

Rakel hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í sveitarstjórn að svo stöddu og þakkaði sveitastjórn Húnaþings vestra Rakel á síðasta fundi sínum fyrir samstarf á kjörtímabilinu og óskaði henni jafnframt góðrar framtíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir