Hækkun útsvars í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
05.01.2009
kl. 08.41
Öll Sveitarfélög á Norðurlandi vestra hafa ákveðið að hækka útsvar um 0,25% eða úr 13,03% í 13,28%. Þetta er hæsta leyfilega útsvarsprósenta sem sveitarfélögin geta innheimt.
Gunnar Bragi Sveinsson formaður byggðaráðs Skagafjarðar sagði að með þessari hækkun útsvarsins myndi tekjur sveitarsjóðs Skagafjarðar hækka um 20 milljónir á ári. Á móti kæmi að fasteignaskattar hækka ekki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.