Hækkun gjaldskrár hjá fjallskilastjórn Víðdælinga

Úr stóðréttum

Undirbúningur álagningar fjallskila haustið 2009 var tekinn fyrir á fundi fjallskilastjórnar Víðdælinga 18. ágúst s.l. Álagning fjallskila kr. 190 pr. eining og 4% af landverði. Ein kind, ein eining, eitt hross sex einingar og 30% afsláttur af hrossum sem ekki ganga á afrétti.

 

 

 

Jafnframt hækkar dagsverk úr 8.000,- í 9.000,- og aðrir liðir um ca. 12%. Ekki verði greitt kaup fyrir þá sem keyrðir eru fram í Fellaskála fyrir þann dag sem þeir eru keyrðir. Tímagjald fyrir aukaverk er ákveðið kr. 1.650,- samkv. reikningi.

 

Niðurjöfnun fjallskila haustið 2009 á grundvelli forðagæsluskýrslna, vortalningar og

áorðinna breytinga á búfjáreign. Framtalið fjallskilaskylt búfé; sauðfé 5.076,- hross 912,- þ.e. 10.548 einingar.

 

Göngur hefjist mánudaginn 7. sept. 2009 og aðrar dagsetningar út frá því með hefðbundnum hætti. Seinni göngur hefjist laugardaginn 19. sept. og ljúki daginn eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir