Hæfileikar í Dalatúni

Dalatúnið er byggt mörgu hæfileikafólki. Á laugardaginn lék kvartett Kjartans Erlendssonar fyrir gesti og gangandi alls kyns tónlist. Þar spiluðu saman þrír feðgar í fyrsta sinn, Kjartan með sonum sínum Arnari og Vigni litla.

Þeim til halds var hinn kunni hljóðfæraleikari og skopari Margeir Friðriksson, öðru nafni Dr. M. Pale. Lang flestir áheyrendur lofuðu tónlistarflutninginn þó heyra hefði mátt eina og eina óánægjurödd inn á milli eins og gengur og gerist. Var hljómsveitin klöppuð upp aftur og aftur.
Fréttina sendi snillingurinn Ágúst Guðmundsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir