Gunnhildur þrefaldur Íslandsmeistari

 Frjálsíþróttakrakkar frá UMSS stóðu sig frábærlega á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum fyrir 11 - 13 ára sem  sem fram fór um helgina. Skagfirðingar sendu 24 manna lið sem uppskar 3 gull, 5 silfur og 3 brons. Gunnhildir Dís Gunnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og varð þrefaldur Íslandsmeistari.

Úrslit í heildarstigakeppni mótsins:

1. ÍR 577 stig, 2. HSK/Selfoss 427, 3. FH 289, 4. UMSE 243, 5. UMSS 224,5, 6. Breiðablik 221.

Stigakeppni í einstökum flokkum:

Í flokki stelpna 12 ára sigraði sveit UMSS sem hlaut 75,5 stig, í 2. sæti varð sveit UMSE með 52 og ÍR í 3. sæti með 43,5 stig. Sveitir UMSS í flokki stelpna 11 ára og telpna 14 ára urðu í 3. sæti í sínum flokkum.

Af úrslitum í einstökum greinum:

Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (12) varð Íslandsmeistari í langstökki (4,70m) og hástökki (1,40m).

Stelpnasveit UMSS (12) varð Íslandsmeistari í 4x200m boðhlaupi (2:04,33mín). Í sveitinni voru Fríða Ísabel Friðriksdóttir, Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Þórdís Inga Pálsdóttir.

Fríða Ísabel Friðriksdóttir (12) varð í 2. sæti í 60m (8,89sek) og 800m (2:46,73mín).

Kristín Brynjarsdóttir (11) varð í 2. sæti í kúluvarpi (6,70m).

Þorgerður Bettína Friðriksdóttir varð í 2. sæti í 60m (8,46sek).

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (14) varð í 2. sæti í hástökki (1,59m. Héraðsmet telpna 13-14).

Brynjólfur Birkir Þrastarson (14) varð í 3. sæti í 800m (2:36,46mín). 

Jón Grétar Guðmundsson (11) varð í 3. sæti í kúluvarpi (9,52m).

Stelpnasveit UMSS (11) varð í 3. sæti í 4x200m boðhlaupi (2:20,25mín).

Til hamingju krakkar með glæsilegan árangur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir