Gunnhildur og Þóranna Íslandsmeistarar í hástökki
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11-14 ára, fór fram í Kópavogi helgina 12.-13. júní. Skagfirðingar unnu til 2 gullverðlauna á mótinu, 3 silfurverðlauna og 4 bronsverðlauna.
UMSS sendi sveit 16 keppenda, sem stóðu sig vel og urðu í 7. sæti af 20 liðum í samanlagðri stigakeppni.
Í stigakeppni einstakra flokka varð stelpnalið UMSS sigurvegari í flokki 12 ára, og telpnalið UMSS varð í 3. sæti í flokki 14 ára.
Árangur krakkanna okkar;
Gunnhildur Dís Gunnarsdóttir (12) varð Íslandsmeistari í hástökki (1,40m), hún varð einnig í 2. sæti í langstökki (4,27m).
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir (14) varð Íslandsmeistari í hástökki (1,56m) og í 3. sæti í 60m grindahlaupi (13,69sek).
Fríða Ísabel Friðriksdóttir (12) varð í 2. sæti í 60m (8,89 sek) og 800m (2:44,56mín), og í 3. sæti í langstökki (4,23m).
Þorgerður Bettína Friðriksdóttir varð í 3. sæti í 100m (13,85sek).
Stelpnasveit UMSS (11) varð í 3. sæti í 4x100m boðhlaupi (64,08sek).
Stelpnasveit UMSS (12) kom langfyrst í mark í 4x100m boðhlaupi, en var því miður dæmd úr leik vegna mistaka í skiptingu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.