Gunnar Þórðarson með tónleika í Kántrýbæ
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
10.12.2009
kl. 09.26
Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson verður með tónleika í Kántrýbæ í kvöld fimmtudagskvöldið 10. desember og hefjast þeir klukkan 21:00.
Allir þekkja Gunnar, hann hefur í langan tíma verið einn af vinsælustu tónlistamönnum þjóðarinnar. Nú kemur hann til Skagastrandar og sest með gítarinn á sviðið í Kántrýbæ og spilar og syngur mörg af sínum bestu lögum.
Gunnar verður einn á ferð og því er þetta einstakt tækifæri til að kynnast manninum, tónskáldinu og skemmtikraftinum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.