Gunnar Bragi útilokar ekki framboð

Gunnar Bragi Sveinsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði og formaður SSNV, útilokar ekki í samtali við Feykir.is framboð til formanns Framsóknarflokksins eða framboð í einhver að æðri embættum flokksins.

-Ég útiloka ekki neitt en á síður von á því að fara í formanninn og þá af efnahagslegum ástæðum. Það er dýrt að taka þann slag og ekki síður gegna þeirri stöðu þar sem hún kallar á ferðalög vítt og breytt um landið og þá algjörlega á kostnað þess sem í embættinu er, svarar Gunnar Bragi spurningum Feykis um þann orðróm að hann sé að hugleiða formannsframboð. Gunnar Bragi hyggst á næstu dögum hvíla undir hinum margfræga feldi og má því eiga von á endanlegri niðurstöðu frá honum á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir