Gunnar Bragi lætur móðann mása
Í Mogga segir frá því að ekki komi á óvart að þeir þingmenn sem hafa mest lagt til málanna í umræðunni um Icesave-frumvarpið skuli tróna efstir á lista yfir þá þingmenn, sem mest hafa talað á yfirstandandi þingi. Skagfirðingurinn Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur talað þingmanna mest en hann hafði í gær komið 229 sinnum í ræðustólinn, flutt ræður og athugasemdir og talað í samtals 537 mínútur.
Gunnar Bragi skýtur því margföldum ræðukóngi Alþingis ref fyrir rass, því Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur aðeins komið 166 sinnum í ræðustólinn og talað í 506 mínútur samtals.
Aðrir sem talað hafa lengur en 400 mínútur eru Birgir Ármannson D (482), Þór Saari H (435), Ásbjörn Óttarsson D (429) og Unnur Brá Konráðsdóttir D (410).
oli@feykir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.