Guðrún Ósk vann silfur í fimmtarþraut meyja

Guðrún Ósk Gestsdóttir UMSS varð í 2. sæti í fimmtarþraut meyja (15-16) á MÍ í fjölþrautum frjálsíþrótta, sem fram fór í Reykjavík helgina 20-21. febrúar.

Guðrún Ósk hlaut 2843stig, sem er hennar besti árangur í fimmtarþraut, auk þess sem hún náði sínum besta árangri í hástökki (1,42m) og 60m grindahlaupi (9,59sek) í þrautinni.  Sigurvegari í fimmtarþraut meyja varð Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR, hlaut 3200 stig.

Halldór Örn Kristjánsson varð í 4. sæti í sjöþraut karla, hlaut 3684 stig og bætti árangur sinn í stangarstökki (3,30m), en þetta mun vera í fyrsta sinn sem hann keppir í sjöþraut karla.  Sigurvegari í sjöþrautinni varð Bjarki Gíslason UFA sem hlaut 4882 stig.

Laufey Rún Harðardóttir varð í 6. sæti í fimmtarþraut kvenna, en hún lauk ekki keppni í síðustu greininni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir