Guðmundur Elí Byrðuhlaupari ársins 2009

Guðmundur Elí Jóhannsson Byrðuhlaupari 2009 tekur við bikar úr höndum Jóhanns Bjarnasonar skólastjóra

Byrðuhlaup Ungmennafélagsins Hjalta var haldið í fyrsta sinn laugardaginn 15. ágúst síðast liðinn á dögum Hólahátíðar. Hlaupið var frá Grunnskólanum að Hólum sem leið lá eftir vegum og göngustígum upp í Gvendarskál.

Átta hlauparar tóku þátt og varð Guðmundur Elí Jóhannsson fyrstur í mark á tímanum 34:09 mínútum. -Það var gaman að fylgjast með hversu kappsamir þátttakendur voru og kepptust þeir um farandbikarinn en hlaupið verður árlegt og því um að gera fyrir áhugasama að byrja að æfa fyrir næsta ár, segir Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir hjá UMFH

Ungmennafélagið Hjalti vill koma á framfæri bestu þökkum til Claudiu, Eyrúnu, Önnu Guðrúnu, Lilju Rún og Gumma fyrir ómetanlega aðstoð við undirbúning og framkvæmd hlaupsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir