Guðlaugur Skúlason til SSNV
Á vef SSNV segir að Guðlaugur Skúlason hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá SSNV og mun hefja störf í janúar. Guðlaugur er með BSc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og sveinspróf í húsasmíði frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Undanfarin fjögur ár hefur Guðlaugur starfað sem deildarstjóri Landbúnaðar- og byggingavörudeildar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og þar áður sem viðskiptastjóri hjá Símanum og sem þjónustufulltrúi hjá Íbúðalánasjóði.
Guðlaugur hefur í störfum sínum verið í miklum tengslum við atvinnulífið og hefur víðtæka verkefnastjórnunarreynslu. Guðlaugur hefur einnig sýnt uppbyggingu samfélagsins hér á Norðurlandi vestra mikinn áhuga með þátttöku í stjórnum, nefndum og ráðum.
Hjá SSNV starfa nú sjö öflugir starfsmenn með breiða þekkingu og margra ára reynslu. Starfstöðvar SSNV eru á Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd og á Sauðárkróki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.