GSS tók þátt í sveitakeppni unglinga um s.l. helgi
Golfklúbbur Sauðárkróks sendi þrjár sveitir til keppni í sveitakeppni GSÍ um s.l. helgi, frá föstudegi til sunnudags. Fyrirkomulag þessarar keppni er þannig að á föstudeginum er spilaður 18 holu höggleikur sem ræður röð sveitanna í riðla.
Á laugardeginum er síðan spiluð holukeppni þ.e. tvímenningur þar sem keppt er maður á mann og fjórmenningur þar sem tveir spila saman og slá til skiptis. Tvöföld umferð er spiluð á laugardeginum og sunnudeginum eða 36 holur hvorn dag.
16 ára og yngri stelpur spiluðu á Flúðum og voru 6 stelpur í þeirri sveit. Þær urðu í 8. sæti í keppninni.
16 ára og yngri strákar spiluðu á Kiðjabergi og voru 5 strákar í þeirri sveit og urðu þeir í 15. sæti.
Þá var sameiginleg „Norðurlandssveit“ í flokki stráka 18 ára og yngri einnig send til keppni á Flúðum en í henni voru 2 strákar frá GSS og 1 frá Akureyri og 1 frá Dalvík. Þeir stóðu sig alveg frábærlega og fóru alla leið í úrslitaleikinn þar sem að þeir töpuðu naumlega fyrir sveit GR með minnsta mun.
Ítarlega er fjallað um keppnina í máli og myndum á bloggsíðu unglingastarfs GSS gss.blog.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.