Grýla og Leppalúði heimsóttu Hvammstanga

Þrettándagleði Hestamannafélagsins Þyts sem haldin var á þriðjudag fór vel fram og fjölmennti fólk í Hvammstangahöllina þar sem gleðin fór fram.
Á vef Hestamannafé. Þyts segir að í blysförinni hafi verið fullt af hressum álfum, þrír jólasveinar og auðvitað Grýla og Leppalúði. Þau fengu far á kerru sem fylgdi blysförinni alla leiðina frá Pakkhúsinu og upp að Hvammstangahöllinni. Á undan fóru hestamenn, álfadrottning, álfakóngur og hirðmeyjar.
Siggi prestur fór svo á kostum og hélt uppi fjöri með söng og glensi. Tóta í Æskulýðsnefndinni stjórnaði leikjum, teymt var undir krökkunum og hægt var að fá sér kaffi, kakó og vöfflur. Guðmundur Haukur tilkynnti svo hver var Íþróttamaður ársins en það kom nú engum á óvart að þann titil hlaut Helga Margrét Þorsteinsdóttir. 
Myndir frá hátíðinni er hægt að nálgast HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir