Grunnskólinn verði Blönduskóli
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
25.02.2010
kl. 08.37
Á fundi fræðslunefndar Blönduósbæjarjar var lögð fram tillaga um að nafni Grunnskólans á Blönduósi yrði breytt í Blönduskóla.
Þykir núverandi nafn skólans langt og óþjált og er hann gjarnan nefndur Blönduskóli í daglegu tali. Þá hefur heimasíða skólans veffangið blonduskoli.is. Bæjarstjórn Blönduósbæjar bíður því það verkefni að taka endanlega ákvörðun um nýtt nafn á skólann.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.