Grundfirðingar reisa iðnaðarhúsnæði á Króknum

Sams konar hús og verið er að reisa á Sauðárkróki. Þetta er í Grundarfirði. MYND AF VEGR.IS
Sams konar hús og verið er að reisa á Sauðárkróki. Þetta er í Grundarfirði. MYND AF VEGR.IS

Á horni Hegrabrautar og Strandgötu á Sauðárkróki er verið að reisa þúsund fermetra iðnaðarhúsnæði. Því er skipt í tíu bil og er hvert bil 100 m2. Það er Vélsmiðja Grundarfjarðar sem byggir og tjáði talsmaður fyrirtækisins, Þórður Magg, Feyki að öll rýmin væru þegar seld og eftirspurn meira en framboð.

„Þess vegna erum við að biðja [sveitarfélagið] að útvega okkur aðra lóð svo við getum reist annað sams konar hús,“ segir Þórður. Aðspurður um hvernig hafi komið til að Grundfirðingar væru að byggja iðnaðarhúsnæði á Króknum er ástæðan sú að maður þekkir mann. „Ég er náfrændi Sigurjóns Þórðars og hann benti mér á að þarna væri þörf en hann vissi að við vorum að leita að lóðum.“

Það er skagfirski byggingaverktakinn Uppsteypa sem steypir sökkla og plötu en Grundfirðingar sjá um rest.

Þeir hyggjast halda áfram að reisa hús af þessum toga næstu árin. Þeir láta sér þó ekki nægja að reisa hús því Vélsmiðja Grundarfjarðar rekur einnig verslun í Grundarfirði. „Þar seljum við mikið af vörum sem við flytjum beint inn frá Póllandi,“ segir Þórður.

Upplýsingar um húsin og margt fleira má finna á heimasíðu fyrirtækisins > vegr.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir