Grettishátíð 2009
Grettishátíðin 2009 verður haldin í Grettisbóli á Laugarbakka um helgina, 8. og 9. ágúst. Ýmislegt verður til skemmtunar, m.a. verða víkingar á svæðinu, farið í ýmsa leiki, sveitamarkaður, veitingar í boði, víkingahandverk til sölu og keppt í aflraunum, kubbspili, bogfimi og knattleik.
Dagskrá hátíðarinnar er eftirfarandi:
Laugardagur 8. ágúst
12:00 Sveitamarkaður og veitingatjald opnar
Vörur úr sveitinni, handverk og heimaunnin matvara.
12:00 Víkingamarkaður opnar í víkingatjöldum á útisvæði
13:00 Leikir á útisvæði
Kubbspil, bogfimi, hnefatafl, knattleikur og margt fleira til skemmtunar í gangi allan daginn.
14:00 Knattleikur kynntur og keppni sett í gang
Óskað eftir 5 manna liðum til að taka þátt.
15:00 Gönguferð um Löngufit
Gengið eftir nýjum göngustíg frá Laugarbakkaskóla að Grettisbóli um bakka Miðfjarðarár, þar sem Löngufit stóð er segir frá í Grettissögu
16:00 Miðfjarðarleikar í KUBB
Skráning liða á staðnum, 2-4 í liði.
17:00 Keppni í bogfimi – öllum heimil þátttaka
19:00 Sveitamarkaður lokar
SVEITAMARKAÐUR OG VEITINGATJALD ER OPIÐ BÁÐA DAGANA
Sunnudagur 9. ágúst
11:00 Leiðsögn að Bjargi í Miðfirði.
Gengið um söguslóðir Bjargi í Miðfirði með leiðsögumanninum Karli Sigurgeirssyni. Gengið á Bergið og minnisvarði og staksteinar skoðaðir, áð við Grettisþúfu og saga Grettis í Miðfirði sögð.
12:00 Sveitamarkaður og veitingatjald opnar
Vörur úr sveitinni, handverk og heimaunnin matvara.
12:00 Víkingamarkaður opnar í víkingtjöldum á útisvæði
14:00 Grettisbikarinn 2009 – haldinn í Grettisbóli
Aflraunakeppni heimafólks í karla og kvennaflokk.
16:00 Veitingar og leikir í gangi fyrir börn.
17:00 Lok á aflraunakeppni og verðlaunaafhending
19:00 Sveitamarkaður lokar
ÓSKAÐ ER EFTIR KEPPENDUM Í AFLRAUNAKEPPNINA
Frískir keppendur óskast í aflraunakeppnina. Sterkustu heimamenn í karla- og kvennaflokki vinna Grettisbikarinn 2009.
- Verðlaun í boði og skráningar á staðnum –
Aflraunasteinar og önnur aflraunatæki verða í Grettisbóli báða dagana og áhugasamir geta fengið að prófa
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.