Grátt niður í miðjar hlíðar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.07.2009
kl. 08.25
Eftir sól og blíðu síðustu daga beið Skagfirðinga kuldalegt viðmót þegar þeir litu út um glugga sína í morgun. Undir morgun gerði mikla úrkomu sem kom í byggð í formi úrhellisrigningar en í fjöllum breyttist hún í snjókomu og er Tindastóll, auðkenni Sauðárkróks með hvíta húfu í tilefni dagsins.
Nú er þvi ekki um annað að ræða í annað sinn á þessu ári en að þreyja þorrann með sól í hjarta og sinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.