Göngur á Auðkúluheiði að hefjast
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
31.08.2009
kl. 11.26
Gangnamenn sem smala Auðkúluheiði hefja leit snemma í fyrramálið en þeir eiga að mæta á Hveravelli í kvöld.
Í gær voru gangnahestarnir reknir upp í Hveravelli en gangnamönnum verður keyrt þangað í dag. Gangnastjóri er Kristján Jónsson í Stóradal.
RÉTTARDAGAR Í AUÐKÚLURÉTT:
Fyrri Auðkúlurétt laugardaginn 5.september og hefst kl. 08:00 árdegis.
Stóðrétt laugardaginn 26.september og hefst kl 16:00.
Seinni fjárrétt mánudaginn 28.september og hefst kl. 13:00.
Fjárskil þriðjudaginn 13.október og hefjast kl. 14:00.
Þriðjudaginn 15. september verður fé úr Undirfellsrétt, Stafnsrétt. Þórormstungurétt og
Beinakeldurétt réttað í Auðkúlurétt kl:16:00.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.