Göngufélagið Brynjólfur á ferð um Skagafjörð

Göngufélagið Brynjólfur gerði stuttan stans á ritstjórn Feykis. Skál!

Hið glaðbeitta göngufélag úr Vestur Húnavatnssýslu sem kenna sig við Brynjólf Sveinbergsson fyrrverandi mjólkurbústjóra á Hvammstanga eru nú í sínum árlega leiðangri um Skagafjörð og Húnavatnssýslur.

Það vottast hér með að mjöðurinn hentar vel til síns brúks.

Gerði hópurinn stuttan stans á ritstjórn Feykis og bauð blaðamanni upp á „hreppstjóra“ sem og að smakka á hinum görótta gangnamannadrykk sem virkar eins og seiðið hans Sjóðríks í ævintýrum Ástíks.

Af Króknum liggur leiðin í Grafarkot þar sem staðan verður tekin fyrir göngurnar á morgun á erfiðum brúnum Ánastaða, Skarðs og Almennings.

Fjölmiðlafulltrúi Brynjólfs var svo ánægður með viðtalið í Feyki að hann hringdi í alla vini sína til að segja þeim að gerast áskrifendur að blaðinu.

Í nýjasta Feyki er viðtal við Hrannar Haraldsson sem gengur undir nafninu Hrossi Hestasveinn þar sem hann segir frá félagskapnum eða skepnunni. Nú í kvöld verður haldinn aðalfundur sem væntanlega stendur fram eftir öllu og svo verður gengið á morgun eftir að skeytin hafa verið tekin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir