Gofvallahönnuður hrósar tveimur golfvöllum á Nl. vestra
Edwin Rögnvaldsson golfvallahönnuður hrósar tveimur golfvöllum sérstaklega á Norðurlandi vestra, í ferðalagahluta mbl.is í síðustu viku. Þar er hann beðinn um að nefna 10 uppáhaldsgolfvellin sína utan höfuðbrogarsvæðisins. Eru þetta vellirnir á Skagaströnd og Sauðárkróki.
Um Háagerðisvöll á Skagaströnd segir Edwin:
"Kom mér mjög á óvart er ég sá hann fyrst árið 2002, er ég vann að bók minni, Golfhringur um Íslandi. Hér er um að ræða mjög heilsteyptan golfvöll sem var í mjög góðu ástandi síðast þegar ég sá hann. Upphaf hans er fremur óvenjulegt, par 3-hola þar sem flötin sést ekki frá teig (sjá mynd), en einhverra hluta vegna fellur hún í kramið."
Um Hlíðarendavöll á Sauðárkróki segir hann:
Þeir eru fáir, ef nokkrir, níu holna vellir á Íslandi, sem slá Hlíðarendavelli við. Hann er mjög alhliða og krefjandi. Gegnum árin hafa þó nokkrir góðir, ungir kylfingar komið frá Sauðárkróki og skal engan undra. Þær eru ekki margar, brautirnar að Hlíðarenda, sem skera sig úr, aðallega vegna þess hversu fáir veikleikar eru á vellinum.
Nánar má sjá viðtalið við Edwin HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.