Góður rekstur Blönduósbæjar
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
11.09.2009
kl. 14.15
Rekstrarskýrsla fjármálastjóra Blönduósbæjar liggur nú fyrir yfir rekstur bæjarins fyrstu 6 mánuði ársins. Samkvæmt henni virðist almennur rekstur sveitarfélagsins vera í föstum skorðum og í samræmi við fjárhagsáætlanir ársins.
Bókaðar tekjur á tímabilinu eru alls 370,7 millj.kr. en útgjöld 325,7 millj.kr. á sama tíma. Niðurstaða úr rekstri er 45 millj.kr. tekjur umfam gjöld en fjárhagsáætlun fyrir allt árið gerir ráð fyrir 16,1 millj.kr útgjöldum umfram tekjur.
Framkvæmdir og fjárfestingar verða meiri á árinu en ráð var fyrir gert og spila auknar framkvæmdir við sundlaugina þar stóra rullu en rúmar 49 milljónir fóru í þær á tímabilinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.