Góður og fróður“ áhrif kennarans sem stjórnanda
Í síðustu viku var haldið á Skagaströnd mjög áhugavert námskeið fyrir alla kennara grunnskóla Húnavatnssýslna og grunnskóla Borðeyrar í upphafi skólastarfs. Þótti námskeiðið takast vel enda lýstu þátttakendur mikilli ánægju með daginn.
Meginmarkmið námskeiðsins var að vekja kennara til umhugsunar um hlutverk sitt og hvaða aðferðir gagnist best til þess að ná góðum árangri í starfi. Fjallað var um hlutverk kennarans sem stjórnanda/leiðtoga og rætt um hvað einkennir góða kennara. Kynntar voru aðferðir sem gagnast kennurum í samskiptum sínum við nemendur og í bekkjarstjórnun. Gefin voru dæmi um leiðir sem kennarinn geti farið til þess að draga úr neikvæðri hegðun nemenda og byggja upp jákvæðan skólabrag.
Námskeiðið, sem var á vegum Fræðsluskrifstofunnar og haldið í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd, sóttu 70 kennarar
Kennarar námskeiðsins voru: Helgi Arnarson skólastjóri, Hjördís Jónsdóttir kennari og Margrét Karlsdóttir kennari.
/Skagaströnd.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.