Góðir gestir í Árskóla

arskoli Nemendur á unglingastigi Árskóla og kennarar þeirra fenguð góða heimsókn í gærkvöld en þá komu hingað 59 nemendur og 11 starfsmenn frá þremur löndum í tengslum við Comeniusverkefni sem Árskóli á hlut að.

 

 

arskoli (3)Nemendurnir koma til með að dvelja heima hjá nemendum í Árskóla á meðan á dvöl þeirra stendur en þau halda suður yfir Kjöl á laugardagsmorgun. Var nemendunum boðið upp á íslenska kjötsúpu þegar þeir komu í gærkvöld en síðan héldu þeir hver til sinna “nýju” heimkynna. Í morgun hófst dagurinn á kynnisferð um Árskóla og síðan héldu krakkarnir út í ratleik vítt og breytt um bæinn. Nú eru þau í skoðunarferð um Skagafjörð og í kvöld verður síðan kvöldvaka í Húsi Frítímans. Í fyrramálið verður boðið upp á glímukynningu í íþróttahúsinu fyrir mat en eftir mat hefur stefnan verið tekin á að ganga á Tindastól.

 

arskoli (5)Samstafsskólar okkar eru í Danmörku, Englandi og Skotlandi en skoski skólastjórinn sem fylgir hópnum sínum eftir er að koma í sína fjórðu heimsókn í Árskóla. Danski skólastjórinn er að starfa við annan skóla en hún starfaði upphaflega við þegar samstarfið hófst en hún flutti verkefnið með sér yfir í hinn nýja skóla.

 

arskoli (12)Nánar verður fjallað um dvöl krakkanna og Comeniusarverkefnið í næsta Feyki.

 

arskoli (13) arskoli (18) arskoli (21) arskoli (23)arskoli (25) arskoli (27) arskoli (30)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir