Góð veiði í laxveiðiám í Húnaþingi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
04.08.2009
kl. 09.00
Huni.is segir frá því að veiði í ám í Húnavatnssýslunum tveimur hefur verið nokkuð góð það sem af er þessu ári.
Þrátt fyrir vatnsleysi í mörgum ám hafa 1439 laxar komið á land í Blöndu þann 29. júlí, 1044 úr Miðfjarðará, 730 laxar úr Víðidalsá, 506 úr Vatnsdalsá og 464 laxar eru komnir upp úr Laxá á Ásum. Húnahornið hefur ekki upplýsingar um veiði í öðrum ám en óskar á síðu sinni eftir að fá sendar upplýsingar um veiði í öðrum ám í Húnaþingi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.