Góð þátttaka í golfkeppni á Unglingalandsmóti
Keppni í golfi á Unglingalandsmótinu sem að haldin var á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki lauk laugardaginn 1.ágúst.
Keppt var á föstudaginn í flokki 11 – 13 ára og voru spilaðar 18 holur. Í flokkum 14 – 15 ára og 16 – 18 ára var keppt bæði á föstudag og laugardag og léku þessir flokkar 36 holur.
72 þátttakendur voru skráðir til leiks en 58 mættu til leiks í öllum flokkum og voru keppendurnir víðs vegar að af landinu. Keppnin var mjög jöfn og spennandi í öllum flokkum.
Úrslit urðu sem að hér segir:
11 - 13 ára strákar
1. Ævarr Freyr Birgisson GA 93 högg
2. Elvar Ingi Hjartarson GSS 95 högg
3. Tumi Hrafn Kúld GA 96 högg
11 – 13 ára stúlkur
1. Ásdís Dögg Guðmundsdóttir GHD 96 högg
2. Þórdís Rögnvaldsdóttir GHD 98 högg
3. Birta Dís Jónsdóttir GHD 110 högg
14 – 15 ára strákar
1. Arnar Geir Hjartarson GSS 165 högg
2. Björn Auðunn Gylfason GA 176 högg
3. Böðvar Páll Ásgeirsson GKJ 192 högg
14 – 15 ára stúlkur
1. Jónína Björg Guðmundsdóttir GHD 206 högg
2. Sigríður Eygló Unnarsdóttir GSS 210 högg
3. Helga Pétursdóttir GSS 215 högg
16 – 18 ára strákar
1. Yngvi Sigurjónsson GKG 169 högg
2. Ingvi Þór Óskarsson GSS 172 högg
3. Elías Jónsson GBO 183 högg
16 – 18 ára stelpur
1. Vaka Arnþórsdóttir GHD 217 högg
Heildarúrslit er hægt að finna á www.golf.is , einnig er hægt að finna fjölda mynda á heimasíðu unglingastarfs Golfklúbbs Sauðárkróks gss.blog.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.