Góð gjöf frá Lion
feykir.is
Skagafjörður
12.12.2008
kl. 08.15
LIonsklúbbur Sauðárkróks færði á dögunum Heilbrigðisstofnuninni að gjöf 20 tommu sjónvörp inn á allar stofur á sjúkradeild auk þess sem þeir gáfu 38 tommu sjómvarp í setustofnu sjúkradeildarinnar. Það var Magnús Svavarsson sem færði sjúkrahúsinu gjöfina fyrir hönd klúbbsins en með honum var fjöldi meðlima sem voru á leið á jólahlaðborð.
Herdís Klausen, hjúkrunarforstjóri, tók á móti gjöfinni fyrir hönd heilbrigðisstofnunninnar og kunni hún Lions mönnum bestu þakkir fyrir góða gjöf.
Lionsmenn söfnuðu fyrir sjónvarpstækjunum með bílastæðamálun, ljósaperusölu og fleiru.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.